27.5.2009 | 13:58
Hringekja og val
Við í 6 bekk vorum blönduð í hóp ásamt 5 bekk. Stelpur voru saman í hópum og strákar saman. Á hverjum þriðjudegi fórum við til hvers og eins kennara. Ég lenti í ágætum hópi og ég ætla að segja smá um það sem við vorum að gera.
Hjá Elínrós vorum við að læra um tónlist. Við fórum í tónmennastofuna til Halla tónmenntakennara og hann leyfði okkur að heyra nýja lagið sem hann og Elínrós höfðu gert. Elínrós var bakrödd og lagið var mjög skemmtilegt og langt. Síðan áttum við stelpurnar að búa til lag. Við höfðum 10-15 mínútur að búa til lög. Ég lenti með Lísu Margréti, Emblu og Kristbjörgu. Við fundum ekkert lag þannig að Lísa spilaði á gítar með lagið Popplag í g dúr og við hinar sungum Vinurinn með Ingó og veðurguðunum.
Næsta þriðjudag fórum við til Bjargar að fræðast um David Attenborough og horfa á einn þátt sem hann gerði um hvali.
Þriðja þriðjudaginn fórum við til Auðar(kennarans míns) og fjalla um Martin Luther King. Auður var búin að gera glærur um hann í pover point og tók video inná youtube. Mér leiddist smá þannig að ég skrifaði um hann á blað hvenær hann fæddist, dó og fleira. Þegar Auður var búin að sýna okkur glærurnar þá spurði hún okkur spurninga um hann. Ég sem var svo klár að hafa verið búin að skrifa um hann á annað blað þá skrifaði ég eftir blaðinu
Fjórða þriðjudaginn var ég lasin
Fimmta þriðjudaginn vorum við hjá Helgu. Hún var líka með svona glærur eins og Auður en ekki um Martin Luther King heldur um Egypta og múmíur og svoleiðis. Hún sagði fyrst um pýramída , hvernig þeir væru byggðir og svo um múmíur og guði sem þeir trúðu á.
Allir þessir þriðjudagar voru mjög áhugaverðir og skemmtilegir. Mér fannst skemmtilegast hjá Elínrós í tónlistinni því ég hef svo mikinn áhuga á tónlist.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 28.5.2009 kl. 11:26 | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ coool siða allavega flottari en m´´in. en hlakkarðu ekki til ´´i ´´islenskupofinu ´´a eftir ´´eg er að deyja ´´ur spennu.
ps endilega commenta!
Björk Haraldsdóttir, 28.5.2009 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.