Færsluflokkur: Menntun og skóli
14.12.2009 | 13:13
7.bekkur
Núna er ég komin í 7.bekk og er byrjuð að læra mikið nýtt. Ég byrja seint á árinu 2009 og snemma á árinu 2010.
Nú koma verkefni sem ég hef verið að gera :) enjoy
29.5.2009 | 09:13
Norðurlönd
Undanfarnar vikur höfum við gert verkefni um Norðulöndin. Við áttum að velja annað hvort Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Færeyjar eða Grænland. Ég valdi Noreg af því að ég vildi fræðast meira um Noreg, mér finnst það fallegt land þegar ég skoða myndir af því og ég vildi vita hvað það væri stórt.Ég vissi að Noregur væri langt land og náði yfir allann vestanverðann skandinavíuskaga o.fl. Við máttum velja hvort við gerðum í poverpoint eða í movie maker um landið. Ég valdi að gera í Poverpoint af því að ég kann ekki mikið á movie maker.
Gjöri þið svo vel!
27.5.2009 | 20:01
Jarðvísindi
6-AÖ,6-AJ og 6-HJ vorum blönduð saman í 3 hópa. Þegar ég fór til Önnu kennara þá fjallaði hún okkur um eldjföll. Hún gerði glærur og við áttum að skrifa eftir glærunum í náttúrufræðibókina og skila henni svo þegar við vorum búin að skrifa. Ég og Sóley vorum saman í hóp og ætluðum að skrifa um Eldfell. Við fórum fyrst inná netið að reyna finna upplýsingar um Eldfell áður en við byrjuðum og fundum alveg fullt af upplýsingum. Ég fór svo í pover point og reyna að búa til glærur um Eldfell og á meðan var Sóley að fynna myndir og fleiri og fleiri upplýsingar. Þegar við vorum komin með fullt af myndum og upplýsingum fór Anna kennari yfir glærurnar og sagði okkur um nokkrar villur og við löguðum þær. Eftir það áttum við að lesa upp fyrir bekkinn allt það sem við vorum búin að læra um Eldfell og sýna krökkunum glærurnar. Ég og Sóley fengum 9 í einkun fyrir kinningu og glæru.
Hér sjái þið afraksturinn
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2009 kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2009 | 13:58
Hringekja og val
Við í 6 bekk vorum blönduð í hóp ásamt 5 bekk. Stelpur voru saman í hópum og strákar saman. Á hverjum þriðjudegi fórum við til hvers og eins kennara. Ég lenti í ágætum hópi og ég ætla að segja smá um það sem við vorum að gera.
Hjá Elínrós vorum við að læra um tónlist. Við fórum í tónmennastofuna til Halla tónmenntakennara og hann leyfði okkur að heyra nýja lagið sem hann og Elínrós höfðu gert. Elínrós var bakrödd og lagið var mjög skemmtilegt og langt. Síðan áttum við stelpurnar að búa til lag. Við höfðum 10-15 mínútur að búa til lög. Ég lenti með Lísu Margréti, Emblu og Kristbjörgu. Við fundum ekkert lag þannig að Lísa spilaði á gítar með lagið Popplag í g dúr og við hinar sungum Vinurinn með Ingó og veðurguðunum.
Næsta þriðjudag fórum við til Bjargar að fræðast um David Attenborough og horfa á einn þátt sem hann gerði um hvali.
Þriðja þriðjudaginn fórum við til Auðar(kennarans míns) og fjalla um Martin Luther King. Auður var búin að gera glærur um hann í pover point og tók video inná youtube. Mér leiddist smá þannig að ég skrifaði um hann á blað hvenær hann fæddist, dó og fleira. Þegar Auður var búin að sýna okkur glærurnar þá spurði hún okkur spurninga um hann. Ég sem var svo klár að hafa verið búin að skrifa um hann á annað blað þá skrifaði ég eftir blaðinu
Fjórða þriðjudaginn var ég lasin
Fimmta þriðjudaginn vorum við hjá Helgu. Hún var líka með svona glærur eins og Auður en ekki um Martin Luther King heldur um Egypta og múmíur og svoleiðis. Hún sagði fyrst um pýramída , hvernig þeir væru byggðir og svo um múmíur og guði sem þeir trúðu á.
Allir þessir þriðjudagar voru mjög áhugaverðir og skemmtilegir. Mér fannst skemmtilegast hjá Elínrós í tónlistinni því ég hef svo mikinn áhuga á tónlist.
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2009 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2009 | 13:40
Þemavika
Hææj
Vikuna 16. - 20. mars voru 5. 6 og 7 bekkur blandað saman í 5 hópa og kynntum okkur heimsálfurnar 5, Afríka, Norður-Ameríka, Asía, Suður-Ameríka og Ástralía eða Eyálfa. Ég byrjaði í Asíu og við byrjuðum (allar stelpurnar í mínum hóp) að fara í stofu eitt að læra dans, búa til svan úr eplum og svara spurningum í tölvu. Síðan skiptum við, strákarnir fóru í þetta sem við fórum í og við fórum til Auðar(kennara) að fræðast um Asíu.
Næsta dag þá fórum við í Suður-Ameríku og áttum að gera vinabönd hjá Siggu saum(sumakennari), fræðast um Suður-Ameríku og mála Inka málverk.
Þriðja daginn fórum við í Afríku og bjuggum til myndir. Myndin mín var skipt í 2 helminga einn helmingurinn var blár eins og sjóri en hinn var rauður eins og sólin. Í Afríku vorum við mest að fjalla um Tansaníu. Bas er maður sem er skiptinemi og fræddi okkur um Tansaníu og kom með alskonar hluti frá landinu.
Þriðja daginn var ég í Ástralíu og við fjölluðum aðeins um landið. Svo fárum við að búa til doppamyndir. Í síðasta tíma fórum við niður í smíðastofu að búa til bommerang og mála hann.
Fjórða daginn vorum við í Norður-Ameríku og fræddumst um þá heimsálfu. Við bjuggum til Draumafangara eða bönd í hárið. Ég bjó til Draumafangara en ég náði ekki að búa hann til svo ég hætti við og bjó til hálsmen.
Öll þessi vika hefur verið mjög áhugaverð og skemmtileg. Mér fannst áhugaverðast að þegar við vorum í Asíu að gera dansinn, svanina úr eplum og allt í Ástralíu.
25.5.2009 | 11:13
Snorra saga
Hér til vinstri sjáið þið pottinn sem Snorri Sturluson bjó til og hann er að finna í Reykholti.
25.5.2009 | 10:55
Eglu verkefni
Ég hef verið að læra um Egil Skalla-Grímsson. Það var dregið í hópa hverjir ættu að vera saman í hóp og svo áttum við að velja 3 verkefni. Minn hópur valdi fyrst hreyfigreind og gerðum leikrit um hólmgöngur. Annað verkefnið sem við völdum var að gera miðaldarbæ úr þrívídd en okkar hópur vildi gera eitthvað nýtt með að gera torfbæ úr pappakassa. Við límdum steina neðst á pappakassanum með límbyssu og klipptum út hluti sem átti að vera í húsinu. Reyndar köllum við límbyssuna puttabrennara því við vorum alltaf að brenna okkur á puttunum. Eftir þetta verkefni völdum við að gera landakort um hvar um Egil, hvar hann átti heima og hvar hann drap. Ég var með Sólrúnu, Lísu Margréti og Magnúsi Aron. Kennararnir ákáðu að við áttum að sýna leikritið. Við erum núna að fara að sýna leikrit á föstudaginn sem er á morgun ( 12/12)
27.11.2008 | 11:13
Það mælti mín móðir
Ég var að gera ljóð eftir Egil Skallagrímsson og átti að setja það inná youtube.com. Mér fannst gaman að gera þetta verkefni. Við vorum að læra verkefni á víkingaöld sem sagt Egil Skallagrímsson. Við í 6 bekk áttum að setja síðan inná youtube og svo inná þessa síðu. Við notuðum Move Maker og líka auda sitti með því að setja hljóð inná. Hér má sjá myndbanið sem ég bjó til.
12.10.2008 | 10:13
Ritgerð!*!
!Ritgerð!
Ég hef verið að læra um hvali og þá sérstaklega um stökkul. Í þessu blogi er ég að fjalla helst um hvali og annað. Þið/þú getið séð ritgerðina mín --->hér<---Þegar kennarinn okkar (sem heitir Auður)sagði að við áttum að gera ritgerð um hvali. Fyrst fórum við í hvalaskoðun svo gerðum við uppkast á hvítt blað.Svo fórum við yfir og líka Auður. Þegar Auður var búin að fara yfir uppkastið þá áttum við að hreinskrifa á blátt blað. Eftir það áttum við að skrifa í tölvu það sem við vorum búin að hreinskrifa á bláablaðið fórum við í tölvur og skrifuðum aftur það sem við vorum búin að skrifa í uppkastið. Svo þegar við vorum búin að því þá vorum við sem sagt að gera ritgerð úr word. Svo prentuðum við ritgerðina út og Auður gaf okkur einkunnir úr ritgerðinni. Svo fórum við í próf úr hvalaritgerðinni og við biðum í nokkra daga þegar við fengum einkunnina úr prófunum og ritgerðinni. Eftir það fórum við að vinna í öðru verkefni og núna vitum við allt um hvali.
Menntun og skóli | Breytt 4.11.2008 kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 18:41
Nýtt Nýtt Nýtt
Nýtt blog
jæja núna er ég að búin að búa til blog síðu. Ég gerði hana í skólanum . Þetta blog á að vera skóla blog og helst fyrst um hvali. Eftir hvölunum kemur annað verkefni sem við erum eftir að gera. Fyrst og fremst þá er þetta nú bara venjulegt skóla blog.
Menntun og skóli | Breytt 14.10.2008 kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar