3.6.2010 | 14:18
Gæluverkefni-Desperate Housewives
Allur árgangurinn átti að gera gæluverkefni heima og ég valdi mér þáttinn Desperate Housewives.
Ég byrjaði á því að segja frá hvenær þættirnir byrjuðu að sýna og svo sagði ég frá öllum aðalpersónunum og fjölskyldu þeirra.
Ég sagði svo frá hvað gerðist i öllum seríunum og endaði á höfundi og leikstjóra.
Ég ætlaði fyrst að gera í Photo Story en það virkaði svo ekki þegar ég var búin með verkefnið. En á síðasta kvöldi gerði ég í Power Point og náði að klára það þannig.
Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og fræðandi. Ég horfi oft á þættina en ég vissi ekkert um fyrstu seríurnar.
2.6.2010 | 15:16
Danska
Við vorum að læra dönsku í vetur og hefur það gengið ágætlega hjá mér og lærði ég margt nýtt eins og t.d að heilsa manni , segja hvað maður er að gera og fl.
Ég kunni ekkert í dönsku svo að mest af þessu lærði ég eitthvað nýtt.
Vinnan hefur gengið ágætlega en samt mikil truflun í tíma hjá mér.
Ég var oft með Dalmari og Emblu í hópi og það gekk bara ágætlega. Ég var með Dalla(Dalmar) í hópi þegar ég var að gera persónulýsingu og okkur gekk ágætlega. Þegar ég var að búa til spil með Emblu þá gekk okkur vel. Ég var svo í eitt skiptið með Emblu og Dalla í hópi að gera matseðil og það gekk ekki vel því við vinnum ekki saman í tíma
2.6.2010 | 15:15
Anne Frank
Ég var í ensku og við vorum að fjalla um Önnu Frank. Við lásum hefti úr dagbókinni hennar og gerðum síðan verkefni eins og t.d þetta:
31.5.2010 | 13:49
Tyrkjaránið-Leikrit
A) Mér fynnst vera mikill kostur að gera svona leikrit því ég læri meira og það er skemmtilegt að gera leikrit í skólanum því ég hef mikinn áhuga á leiklist
B) Já, eins og ég sagði, þá er mikill kostur að gera leikrit um atburð sem við eigum síðan að fjalla meira um
C) Mér fynnst samt einn galli við að gera leikrit, það er svo mikil læti í bekknum.
28.5.2010 | 08:51
Hringekja-Stærðfræði
Allur árgangurinn var í hringekju í stærðfræði á hverjum föstudegi. Við byrjuðum í okkar stofum og unnum ýmis verkefni. Ég byrjaði hjá Auði kennara fer svo til Önnu og svo til Helgu í 20 mínútur. Við vorum að læra mælingar, þrautir og fleira.
Ég lærði margt í þessum hópum t.d erfiðar þrautir og að gera ljóð um mælingar.
Það gekk ágætlega í flestu en mér fannst skemmtilegast að gera þrautir hjá Helgu kennara.Við fórum í fótboltaspil þannig að við köstum teningi og einn er í mínus og einn í plús.(t.d ef þú færð 6 og er í mínus þá mínusaru 8,0-6 þá er það 7,4.)
Mér fannst þetta góð hugmynd að hafa svona hringekju því mér fynnst skemmtilegt í stærðfræði og þrautum.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2010 | 11:48
Náttúrufræði
Ég og bekkurinn minn vorum í náttúrufræði og áttum að gera Powe Point glærur um fugla á íslandi.
Við fórum inná www1.nams.is/fuglar/ og voru þar upplýsingar um alla flokkana og um alla fuglana.
Hér er afraksturinn
Gjöriði svo vel :)
25.5.2010 | 11:36
Hallgrímur Pétursson
Við í bekknum vorum að læra um Tyrkjaránið og Hallgrím Pétursson.Við erum að gera Power Pointsýningu um Hallgrím og fynna upplýsingar um hann inná Wikipedia og RÚV.is. Við byrjuðum á því að lesa það sem stendur inná Wikipedia og RÚV.is og öfluðum okkur upplýsingarum hann og skrifðuðum þær inná Word. Svo byrjuðum við á því að búa til Power Point glærur og erum að fara að setja það á þetta blog :).
Það sem ég lærði nýtt var að breyta myndum í svarthvítar.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2010 | 13:15
Landafræði.
Ég og bekkurinn minn vorum að læra um Evrópu en slepptum norðurlöndunum af því að við vorum búin að læra um þau áður. Við áttum að velja okkur eitt land og búa til Power pointglærur um fyrsta landið sem við völdum okkur. Ég valdi Svartfjallaland (Montenegro) og setti það í Power point. Síðan áttum við að kynna landið. Næsta land sem ég valdi mér var Ítalía. Ég setti það í Power Point Show.
Það sem mér fannst áhugaverðast var þegar ég var að fjalla um Svartfjallaland því að ég vissi ekkert um það og það var skemmtilegt að fjalla um eitthvað land sem ég veit ekkert um.
Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og hér eru glærurnar mínar um Svartfjallaland og Ítalíu.
Svartfjallaland ;
Ítalía;
Menntun og skóli | Breytt 26.5.2010 kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2009 | 14:01
Verk og list greinar
Við í 7.bekk vorum skipt í 5 hópa sem stelpur og strákar eru ekki saman í hóp.
Ég byrjaði í tónmennt og ég var þar vikurnar 25 sept - 9 okt. Við gerðum margt og mikið eins og t.d. við áttum að velja einn frægan söngvara og skrifa um hann. Ég valdi Michael Jackson og var með Elínu í hóp og við skiptumst á að lesa. Svo áttum við að lita mynd því að Halli /tónmenntakennari\ ætlaði að gera langa línu með árunum og við áttum að teikna einhverja söng-persónu eða eitthvað sem tengis tónlist. Ég teiknaði Elvis Presley.
Næst fór ég í suma og bjó til náttbuxur. Mér fannst það bara fínt.
Svo er ég núna í heimilisfræði... MmmMMmmMMmm það er svo góður matur ;)
Næst fer ég í smíði og bý til eitthvað falleg ... ( alveg örugglega )
Svo fer ég í hreyfimyndir og bý til teiknimyndasögur og tala inná hana
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2009 | 13:36
Sögu Íslands
Hææ
Ég hef og bekkurinn minn höfum verið að læra um sögu Íslands , um biskupana á árunum 870 til 1490. Það sem mér fannst áhugaverðast var að vita hve lengi Landnáma og Íslendingabók hefur verið lengi uppi. Við lærðum um marga biskupa en sá sem mér fannst standa mest uppúr hét Guðmundur góði Arason en hann var biskup í Hólabiskupsdæmi. Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan biskup er af því að hann er góður maður og hann trúði mikið á Jesú Krist og hann vígði brunna og björg, líknaði sjúkum og hjálpaði fátækum.
Þetta er stitta af Guðmund góða Arason.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar